Lifðu án afsakana

 

Ókeypis örnámskeið með Lindu Pé

 
Dags og tími: 4. september 2025 kl. 20:00
Staður: Á netinu

 

Ég vil skrá mig, ókeypis!

Stærsta eftirsjá okkar í lífinu er sjaldnast mistökin sem við gerðum – heldur það sem við gerðum EKKI.

 
Draumar sem við ýttum til hliðar, ákvarðanir sem við frestuðum og augnablik sem við létum framhjá okkur fara.
Þegar við leyfum ótta og skömm að stjórna okkur, festumst við í vítahring sjálfsniðurrifs sem heldur okkur niðri. Hann birtist í þessum fimm stólpum:
 
1. Eftirsjá – Að horfa til baka og hugsa: „Af hverju lét ég ekki vaða?“ Eftirsjá nærir óöryggi sem hindrar þig svo í að taka skrefið og láta vaða.
 
2. Skömm – Röddin sem hvíslar: „Þú ert ekki nóg“ eða „þú hefðir átt að vita betur.“ Hún heldur þér fastri í fortíðinni í stað þess að nýta reynsluna sem stökkpall fram á við. 
 
 3. Útlit og aldur – Að trúa því að líkamsímynd eða fæðingarár skilgreini hvað sé mögulegt fyrir þig. Þessi trú heldur aftur af þér og hindrar þig í að njóta lífsins eins og þú ert í dag.
 
4. Bið – Að bíða eftir að fá leyfi frá öðrum, réttu aðstæðunum eða fullkomnu sjálfstrausti. Með því skapast ný eftirsjá
og þú viðheldur vítahringnum.
 
5. Smækkun – Að gera þig minni til að „rugga ekki bátnum”. En með því að smækka þig veikist sjálfstraust og þú ert ekki þitt sannasta sjálf.

Á örnámskeiðinu „Lifðu án afsakana“ kenni ég þér aðferð til að losa þig við þær afsakanir sem halda aftur af þér – svo þú öðlist frelsi til að lifa lífi sem þú elskar,
á þínum
 forsendum.

Hvað færð þú út úr örnámskeiðinu?

✔️ Þú lærir hvernig þú losar þig við afsakanir sem halda aftur af þér – og stígur út úr vítahring sjálfsniðurrifs
✔️ Þú lærir aðferð til að byggja upp sjálfstraust og hætta að bíða eftir
„rétta tímanum“
✔️ Þú lærir hvernig þú getur breytt skömm í styrk
✔️ Þú lærir að skapa líf sem þú elskar – án þess að biðjast afsökunar eða leita leyfis frá öðrum

Þetta er ekki aðeins fræðsla – heldur leið og hvatning til að breyta lífinu strax

eftir námskeiðið, með endurnýjuðu sjálfstrausti,

sterkari trú á sjálfa þig og frelsi til að lifa

lífinu á eigin forsendum.

Já takk! Ég vil skrá mig ókeypis á örnámskeiðið „Lifðu án afsakana“. Smella hér.

Fyrir hverja er námskeiðið?

Þetta námskeið er fyrir þig ef þú:

Hefur haldið aftur af sjálfri þér og ert tilbúin að losa þig úr því mynstri
Hefur upplifað eftirsjá, skömm eða smækkað þig til að passa inn eða til að halda friðinn
Vilt hætta að bíða eftir leyfi frá öðrum og byrja að lifa lífinu á þínum eigin forsendum
Ert tilbúin að stíga inn í nýjan kafla
– og
lifa lífinu án afsakana 

Ef þú tengir við þetta, þá er þetta námskeið fyrir þig.

Já takk! Ég vil skrá mig ókeypis á örnámskeiðið „Lifðu án afsakana“. Smella hér.

Um Lindu

Linda Pétursdóttir er master lífsþjálfi, framkvæmdastjóri og stofnandi LMLP prógrammsins og Lífsþjálfaskólans. Hún er með BA í heimspeki, hagfræði og stjórnmálafræði, sat í fyrstu stjórn FKA (Félags kvenna í atvinnulífinu) og síðar formaður félagsins, gefur út vikulega þætti í Podcastinu með Lindu Pé og
er Miss World 1988.
 
Hún hefur áratuga reynslu úr viðskiptum og hefur sjálf gengið í gegnum ýmsar áskoranir – allt frá gjaldþroti til þess að endurbyggja líf sitt frá grunni. Linda veit því af eigin reynslu hvernig það er að standa á krossgötum, finna fyrir óöryggi og spyrja sig hvort það sé of seint að byrja upp á nýtt.
 
Linda trúir að það sé aldrei of seint að gera breytingar. Með því að nota aðferðirnar sem hún kennir í dag hefur hún sjálf endurskapað og uppfært eigin sjálfsmynd, fjármál og lífsstíl – og kennt þúsundum kvenna
að gera slíkt hið sama.
„Það er aldrei of seint að byrja upp á nýtt. Þú getur endurnýjað sjálfsmyndina, trúna á sjálfa þig og skapað
besta kafla lífsins – án afsakana.”
- Linda Pétursdóttir
Já takk! Ég vil skrá mig ókeypis á örnámskeiðið „Lifðu án afsakana“. Smella hér.