39.950,00 ISK

Skilmálar vefnámskeiðsins Hættu að borða of mikið (HBOM).

S34 ehf. og Linda Pétursdóttir. 

Almennt
S34 ehf. áskilur sér rétt til að fella úr gildi pantanir vegna mistaka við verðskráningu, ennfremur ef vara eða þjónustu hættir, án fyrirvara.
Kaupandi skuldbindur sig til að greiða vöru og þjónustu að fullu. Komi til greiðslufalls áskilur S34 ehf. og Linda Pétursdóttir sér rétt til þess að sækja greiðsluna með lögboðnum leiðum.

Afhending vöru/þjónustu
Öll vefprógrömm eru afgreidd næsta virka dag frá pöntun svo framarlega sem opið er fyrir nýskráningar. Ef ekki, þá opnast aðgangur kaupanda samkvæmt dagsetningu á heimasíðu við kaup.

Gildistími
Aðgangur að lokuðu vefsvæði námskeiðsins HBOM og kennslugögnum þess, er í einn mánuð.

Skilafrestur og endurgreiðsluréttur
Vefprógrömm eru aldrei endurgreidd.

Verð
Vinsamlegast athugaðu að verð á nýskráningu í prógrammið getur breyst án fyrirvara.

Trúnaður seljanda
Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar þær upplýsingar sem kaupandi gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar verða ekki afhentar þriðja aðila undir neinum kringumstæðum.

Trúnaður kaupanda
Öll gögn og efni prógrammsins „Hættu að borða of mikið“ eru eign félagsins S34ehf og Lindu Pétursdóttir. Allt efni er eingöngu fyrir persónulega notkun kaupanda. Það er með öllu óheimilt að deila öllu efni sem kaupandi fær aðgang að, hvort sem um ræðir að hluta til eða heild. Eignaréttur kemur skýrt fram á öllum skjölum sem kaupandi hefur aðgang að á námskeiðinu og fylgja reglur eignaréttar samkvæmt því. Ef kaupandi brýtur á eignarétti flokkast slíkt brot undir þjófnað og viðkomandi afsalar með því rétti sínum á námskeiðinu „Hættu að borða of mikið“ og verður meinaður frekari aðgangur og þátttaka. Engu að síður er kaupandi bundinn til að greiða fyrir þjónustuna að fullu.

Frekari spurningar
Hafir þú frekar spurningar, vinsamlegast hafðu samband á netfang [email protected]

Allur réttur áskilinn
Ekki má dreifa efni þessu með neinum hætti nema með skriflegu leyfi höfundar.

An account already exists with this email address. Is this you?

Sign in
S4pa0dgqlou72nadfglz file

Hættu að borða of mikið (HBOM )

Þegar þú skráir þig færðu: 

🔸 Aðgang að vefsvæði. 
Opið 24/7 (allan sólarhringinn, alla daga). 
 
🔸  Fyrirlestrar sem bíða þín
-Grunnreglurnar 4
-Líkamlegt og tilfinningalegt hungur
-Hvað áttu að borða?
-Hungurkvarðinn 
-Sykur og hveiti
-Fasta með hléum
-Millibitar
-Þegar við gerum mistök
-o.mfl.
 
 
🔸  Þú getur sent spurningar á Lindu í gegnum vefsvæðið og fengið aðstoð og ráðgjöf alla virka daga.
 

Þetta hafa konurnar að segja

“HBOM námskeiðið hefur virkað mjög vel fyrir mig. Ég hef lært að taka til í hugsunum mínum varðandi mat og matarvenjur. Ég byrjaði í lok maí og notaði sumarið í þetta. Ég er búin að léttast um 7 kíló og það sem er það besta við þetta að ég hef ekki verið í þessari þyngd sem ég er í núna í 17 ár! Ég er mjög ánægð og stefni ótrauð áfram. Takk Linda fyrir frábært efni sem gerir þessa vegferð auðvelda.”

Guðrún Bragadóttir

“6 kg farin...og mér líður eins og þau séu 20!” Þetta er búið að vera mjög góður tími. Mér hefur liðið svo vel ....og vigtin sýnir alltaf lægri tölu hvern morgun. Aldrei hafa kílóin fokið svona fyrirhafnarlaust áður :) Takk, takk, takk!”

Sigrún H. Guðmundsdóttir

“Hjartans þakkir og hlýjar kveðjur Linda. 5 kg. farin sem er algjör bónus með þessu frábæra hugarprógrammi því að líðanin er allt önnur. Er blátt áfram hætt að vera svöng og finnst lífið fá allt annan tilgang. Finn fyrir djúpu þakklæti”

Guðrún Eiríksdóttir

“Þetta námskeið hjálpaði mér að stilla af hugann og komast á rétta braut varðandi mat. Nú er ég við stjórnvölinn og vakna hvern morgunn án samviskubitsyfir því sem ég hef borðað. Sjálfstraustið hefur vaxið, hugurinn er skarpari og skipulagið betra. Ég er ánægðari með líf mitt í dag og mæli 120% með þessu námskeiði.”

Hulda Ólafsdóttir