Siðareglur Lífsþjálfaskólans
1. Fagmennska
- Nemendur skuldbinda sig til að viðhafa fagmennsku í öllum samskiptum og verkefnum tengdum náminu.
- Lífsþjálfar skulu vinna með skjólstæðingum af virðingu og ábyrgð, tryggja að þeirra þarfir séu í forgangi og starfa innan marka faglegra og siðferðislegra reglna.
2. Trúnaður
- Allar persónuupplýsingar og samtöl sem eiga sér stað í tengslum við þjálfun og samskipti eru trúnaðarmál.
- Nemendur og lífsþjálfar mega ekki undir neinum kringumstæðum deila trúnaðargögnum eða upplýsingum um aðra nema með skýru samþykki viðkomandi.
3. Heiðarleiki og heiðarleikareglur
- Nemendur skuldbinda sig til að vinna af heilindum og vera heiðarlegir í öllum sínum störfum, verkefnum og prófum innan skólans.
- Rangfærslur, svik, eða önnur brot gegn heiðarleikareglum verða ekki liðin og geta leitt til brottrekstrar úr skólanum.
4. Ábyrgð á eigin námi
- Nemendur bera ábyrgð á námi sínu og frammistöðu í gegnum allt námið. Það felur meðal annars í að mæta í alla tíma, skila verkefnum innan uppgefinna tímamarka og taka virkan þátt í umræðum og verkefnum.
- Nemendur skulu sýna metnað og sjálfsaga til að ná þeim markmiðum sem sett eru.
5. Velferð skjólstæðinga
- Lífsþjálfar skulu ávallt hafa velferð skjólstæðinga sinna í fyrirrúmi og tryggja að þeir séu meðvitaðir um að lífsþjálfun kemur ekki í stað læknismeðferðar eða sálfræðilegrar ráðgjafar.
- Nemendur skulu virða mörk skjólstæðinga og forðast að setja þá í óþægilegar eða óöruggar aðstæður.
6. Virðing í samskiptum
- Nemendur og kennarar skulu sýna virðingu og kurteisi í öllum samskiptum, hvort sem það eru samskipti við aðra nemendur, kennara eða skjólstæðinga.
- Skólanum er ætlað að vera öruggur vettvangur fyrir nemendur til að tjá sig og vaxa. Fordómar, einelti eða hvers kyns óvirðing eru ekki liðin og verði nemandi uppvís að slíku athæfi verður nemenda vikið úr námi og endurgreiðsla á námsgjöldum ekki í boði.
7. Fagleg mörk
- Lífsþjálfar skulu ávallt halda faglegum mörkum í samskiptum við skjólstæðinga og tryggja að engin persónuleg tengsl hafi áhrif á faglega þjálfun eða mat.
8. Símenntun og þróun
- Nemendur skuldbinda sig til að stunda áframhaldandi sjálfsvinnu og faglega þróun, jafnvel eftir að námi líkur, til að tryggja að þeir séu ávallt meðvitaðir um nýjustu aðferðir og þekkingu í lífsþjálfunarfræðum.
- Skólinn hvetur til stöðugrar endurskoðunar á eigin færni og markmiðum til að vaxa sem þjálfarar.
9. Notkun á efni og höfundarréttur
- Nemendum er ekki heimilt á neinn hátt að afrita eða deila námsefni, fyrirlestrum, upptökum eða öðru efni sem er eign skólans eða kennara, nema með skriflegu leyfi.
- Allt námsefni skólans er verndað samkvæmt höfundarrétti og skal aðeins notað í tengslum við námið.
10. Ábyrgð á eigin heilsu
- Nemendur bera sjálfir ábyrgð á eigin líkamlegri, andlegri og tilfinningalegri heilsu á meðan á námi stendur.
- Skólinn hvetur nemendur til að leita aðstoðar sérfræðinga ef þeir telja þörf á því og viðurkennir að lífsþjálfun getur stutt við en ekki komið í stað faglegrar meðferðar.