Skilmálar LMLP aðildarprógrammsins.
LP ráðgjöf slf. og Linda Pétursdóttir.
Almennt
LP ráðgjöf slf. áskilur sér rétt til að fella úr gildi pantanir vegna mistaka við verðskráningu, ennfremur ef vara eða þjónustu hættir, án fyrirvara.
Kaupandi skuldbindur sig til að greiða vöru og þjónustu að fullu. Komi til greiðslufalls áskilur LP ráðgjöf slf.og Linda Pétursdóttir sér rétt til þess að sækja greiðsluna með lögboðnum leiðum.
Afhending vöru/þjónustu
Öll vefprógrömm eru afgreidd næsta virka dag frá pöntun svo framarlega sem opið er fyrir nýskráningar. Ef ekki, þá opnast aðgangur kaupanda samkvæmt dagsetningu á heimasíðu við kaup.
Gildistími
Aðgangur að innri vef LMLP (lokuðu vefsvæði prógrammsins) og kennslugögnum þess, lokaðri prívat Facebookgrúppu gildir meðan greiðslur eru í skilum og aðild að LMLP prógramminu þar með virk.
Skilafrestur og endurgreiðsluréttur
Vefprógrömm eru aldrei endurgreidd.
Verð
Vinsamlegast athugaðu að verð á nýskráningu í LMLP prógrammið getur breyst án fyrirvara, en svo framarlega sem þú ert virk og í skilum, heldur þú því verði, óbreyttu, sem þú komst inn á.
Hinsvegar hafir þú sagt upp aðild og viljir byrja aftur síðar, greiðirðu það verð sem er í gildi þá.
Úrsögn
Skuldbinding er lágmark 3 mánuðir. Úrsagnir fara aðeins fram í gegnum innri vef, ekki með tölvupósti eða skilaboðum á samfélagsmiðlum. Þú finnur úrsögn undir skilmálar og reglur fremst í prógramminu eða með því að smella hér.
Úrsögn skal berast fyrir seinasta virka dag hvers mánaðar til þess að hún taki gildi um næstu mánaðarmót þar á eftir. Berist hún eftir síðasta virka dag, færist úrsögn aftur um einn mánuð.
Trúnaður seljanda
Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar þær upplýsingar sem kaupandi gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar verða ekki afhentar þriðja aðila undir neinum kringumstæðum.
Trúnaður kaupanda
Öll gögn og efni LMLP prógrammsins eru eign félagsins LP ráðgjöf slf. og Lindu Pétursdóttir. Allt efni er eingöngu fyrir persónulega notkun kaupanda. Það er með öllu óheimilt að deila öllu efni sem kaupandi fær aðgang að, hvort sem um ræðir að hluta til eða heild. Eignaréttur kemur skýrt fram á öllum skjölum sem kaupandi hefur aðgang að í LMLP prógramminu og fylgja reglur eignaréttar samkvæmt því. Ef kaupandi brýtur á eignarétti flokkast slíkt brot undir þjófnað og viðkomandi afsalar með því rétti sínum í LMLP prógramminu („Lífið með Lindu Pé“) og verður meinaður frekari aðgangur og þátttaka. Engu að síður er kaupandi bundinn til að greiða fyrir þjónustuna að fullu.
Frekari spurningar
Hafir þú frekar spurningar, vinsamlegast hafðu samband á netfang [email protected]. Skilaboðum er svarað á skrifstofutíma virka daga.
Allur réttur áskilinn
Ekki má dreifa efni þessu með neinum hætti nema með skriflegu leyfi höfundar.