Skilmálar vegna náms í Lífsþjálfunarskólans
1.Skráning og greiðsluskilmálar
● Skráning í námið er bindandi og öll námsgjöld skal greiða að fullu áður en nám hefst.
● Skráningargjald er óafturkræft nema í sérstökum tilfellum samkvæmt sérstöku samkomulagi við stjórnendur skólans.
● Ef nemandi ákveður að hætta meira en 30 dögum frá upphafi náms, á nemandi rétt á endurgreiðslu 50% af heildargjaldi náms. Eftir þann tíma er námsgjaldið óafturkræft.
2. Breyting á námsferli
● Ef nemandi getur ekki lokið náminu á tilskildum tíma er hægt að fresta þátttöku til næsta inntökuhóps, svo framarlega sem það er laust pláss. Tilkynning um frestun náms þarf að berast skriflega a.m.k. 30 dögum áður en námi lýkur.
3. Sveigjanleiki í námi
● Ef nemandi missir af kennslulotum er hann hvattur til að horfa á upptökur af efni og nýta sér efni af innri vef skólans. Nemandi er ábyrgur fyrir árangri sínum og að fylgja námskrá.
4. Trúnaður og siðareglur
● Allar upplýsingar sem deilt er í gegnum námið, bæði frá kennurum og öðrum þátttakendum, eru trúnaðarmál. Nemendum er óheimilt að deila persónulegum upplýsingum annarra utan skólans.
● Nemendur bera ábyrgð á að virða trúnað og siðareglur skólans í samskiptum sínum við aðra þátttakendur og kennara.
5. Persónuleg ábyrgð
● Lífsþjálfun er ekki meðferð eða læknismeðferð. Nemendur bera sjálfir ábyrgð á sinni líkamlegu, andlegu og tilfinningalegu heilsu á meðan námi stendur.
● Þátttakendur eru hvattir til að vera meðvitaðir um sín mörk og bera ábyrgð á því að taka þátt á þann hátt sem er öruggt og heilsusamlegt fyrir þá.
6. Lágmarksþátttaka og fjöldatakmarkanir
● Ef ekki næst lágmarksfjöldi skráninga hefur Lífsþjálfaskólinn fullan rétt til að fresta eða fella niður kennslu. Þátttakendum verður þá boðið að færa sig í næsta hóp eða fá endurgreiðslu.
● Skólinn áskilur sér rétt til að takmarka fjölda nemenda til að tryggja gæði námsins og persónulega þjónustu.
7. Fjarvera og upptökur
● Kennslustundir eru teknar upp til að tryggja að nemendur geti horft á efni ef þeir missa af tíma. Nemendur fá aðgang að upptökum í gegnum innri vef Lífsþjálfaskólans.
● Hámarkstími til að horfa á upptökur og aðgangur að innri vef eru 6 mánuðir frá upphafi náms.
8. Tryggingar og skaðabótaábyrgð
● Skólinn tekur enga ábyrgð á líkamlegum eða andlegum skaða sem kann að koma upp í tengslum við þátttöku í náminu. Nemendur eru sjálfir ábyrgir fyrir heilsu sinni og velferð á meðan á námi stendur.
● Engar tryggingar eru veittar af skólanum og nemendur bera sjálfir ábyrgð á að vera nægilega tryggðir á meðan þeir stunda námið.
10. Endurgreiðslustefna
● Endurgreiðslur eru aðeins í boði meira en 30 dögum frá upphafi náms og þá að hluta, skv. ofangreindum reglum. Eftir að nám hefst er ekki hægt að fá endurgreitt, en hægt að fresta námi skv. gr. 2.
11. Breytingar á skilmálum
● Skólinn áskilur sér rétt til að breyta skilmálum hvenær sem er. Þær breytingar taka gildi við tilkynningu til nemenda og munu gilda fyrir alla nemendur frá þeim tíma.
11. Fyrirvari
● Kaup á námi hjá Lífsþjálfaskólanum tryggir ekki árangur. Kennsla okkar kemur ekki í stað heilsumeðferðar og/eða lækninga. Ef þú þarfnast heilsu-, læknis-, geð- og/eða sálfræðiaðstoðar er þér bent á að sækja þjónustu hjá löggiltum heilbrigðisstarfsmanni. Eini tilgangur fyrirtækisins og afurða þess er að útvega fræðsluefni og þjálfun úr fræðum lífsþjálfunar.

Sjá frekar siðareglur skólans hér