Þú framúrskarandi LMLP kona!
Komdu með okkur til Cannes í suður Frakklandi á ráðstefnuna:

Framúrskarandi konan 2025

Skilmálar LMLP slf. fyrir bókun á ráðstefnuna Framúrskarandi konan 2025

Innifalið
Ráðstefnugjald, hótelgisting, hálft fæði (hádegis- og morgunverður) og kokteilboð.
  
Verð
Verð er breytilegt og hækkar eftir því sem nær dregur ráðstefnu. Takmarkað magn er á ráðstefnuna og þær sem bóka fyrst fá besta
verðið.
  • Verðþrep 1: kr. 299.000 (2ja manna herbergi)  kr. 399.000 (1 manns herbergi). Bókist fyrir 5. jan 2025.
  • Verðþrep 2: Bókist fyrir 5. feb. 2025. Verð hækkar um 15.000 kr.
  • Verðþrep 3: Bókist fyrir 5. mars 2025. Verð hækkar um 30.000 kr.
Greiðsla
Þú hefur val um að staðgreiða eða skipta greiðslu í þrennt. Þær sem hafa áður greitt 15.000 kr. forskráningargjald fá það endurgreitt 4 vikum fyrir brottför.

Afpöntun og endurgreiðsla
2-4 mánuðum fyrir brottför: 50% af heildarverði fæst endurgreitt*. Minna en 60 dögum fyrir brottför: Engin endurgreiðsla. 
* 15.000 kr. staðfestingargjald er óendurkræft. 
Flugbókun
Flug er EKKI innifalið í þessu verði og bókast sér í gegnum ferðaskrifstofuna Heillandi heimur eða þú getur bókað það sjálf. Hópurinn á frátekið flug með Icelandair til Nice í Frakklandi, 1. mai kl. 08:20 og til baka til Kef. 5. mai kl. 15:40. Nánari upplýsingar verða sendar til þín eftir að þú hefur bókað ráðstefnuna. 
Dags: 1. - 5. maí 2025 ( 4 nætur).
Gisting. Gist er á 5 stjörnu hóteli, Hyatt Martinez. Val um eins eða 2ja manna herbergi.
Hálft fæði innifalið (morgun- og hádegisverður). Greitt aukalega fyrir lokakvöldverð við komu á hótelið.
Heimför:
Rúta er innifalin fyrir þær sem bóka flugið með hópnum í gegnum ferðaskrifstofuna Heillandi heimur: 
5.maí, rúta frá hóteli á flugvöll. Síðdegisflug til Íslands. Beint flug til og frá Íslandi.
Myndataka
Myndir og myndbönd verða tekin á ráðstefnunni og með því að bóka þig samþykkir þú að LMLP slf. hafi fullt og ótakmarkað leyfi til að nýta myndefnið í markaðsefni, sem verður gert á smekklegan hátt þannig að það komi vel út fyrir alla aðila.
Forfallagjald
Hvorki forfallagjald né ferðatryggingar eru innifaldar í upphæðinni. Viðskiptavinum er ráðlagt að hafa samband við sitt tryggingafélag eða kortafyrirtæki til að fá viðeigandi upplýsingar um tryggingar. 
Aflýsing vegna ófyrirsjáanlegra atburða/ Force majuere
Ef upp koma atburðir eða aðstæður sem telja má ófyrirséða og eru þess eðlis að LMLP slf. beri ekki ábyrgð á og getur ekki komið í veg fyrir atburðinn, ber fyrirtækið enga ábyrgð á afleiðingum slíkra aðstæðna/atburða.  Í þessu samhengi gæti meðal annars verið um að ræða stríð, óveður, heimsfaraldur eða aðrar aðstæður sem gera það að verkum að fyrirtækinu er fyrirmunað að halda ráðstefnuna og/eða þátttakendum ómögulegt að sækja ráðstefnuna.
Ef slíkar aðstæður koma upp getur fyrirtækið afbókað ráðstefnuna án þess að þurfa að greiða skaðabætur til þátttakenda. Greiðslur vegna ráðstefnunnar er þá endurgreiðanleg til þátttakenda. Einnig er fyrirtækinu heimilt að fresta ráðstefnunni eða flytja á annan stað. Fyrirtækið skal tilkynna allar breytingar á fyrirhugaðri ráðstefnu tafarlaust.