Lífsþjálfunarfundir

LÍFSÞJÁLFUN GETUR BREYTT LÍFI ÞÍNU!

LMLP er lífsþjálfunarprógramm, það eina sinnar tegundar á Íslandi. Áhersla er lögð á hugsanavinnu og „Hugsa-Líða-Gera" hringrásina. Lífsþjálfunarfundir eru í hverjum mánuði og það að fá lífsþjálfun (eða horfa á aðrar fá þjálfun) er mögnuð upplifun. Þú getur komið með hvaða málefni/vandamál sem er, og við lífsþjálfarnir í LMLP erum menntaðar til að þjálfa þig með hvað sem er. Taktu endilega fyrsta skrefið og óskaðu eftir þjálfun, stígðu út fyrir þægindarammann og upplifðu sjálf þessi mögnuðu fræði. Það eru mikil verðmæti í því að hafa aðgang að lífsþjálfun í LMLP.

ÓSK UM ÞJÁLFUN
Til að fá þjálfun á fundi þarftu að senda inn „ósk um þjálfun" að lágmarki fjórum tímum fyrir fund. Lífsþjálfi sendir þér staðfestingu í tölvupósti um að þú hafir verið valin og þú staðfestir þá mætingu þína með því að svara tölvupóstinum.

Ef þjálfun líkur áður en tíminn er liðinn opnum við fyrir spurningar og samtal viðstaddra. Allir fundir eru teknir upp og birtir á innri vef LMLP.

Vinsamlega athugaðu að allir fundir eru gagnvirkir og ef okkur berast ekki að lágmarki tvær beiðnir um þjálfun verður fundi aflýst.

Engin truflun
Þær sem hafa verið valdar eru kallaðar upp þegar kemur að þeim. Viðkomandi þarf að vera viss um að vera á rólegum stað þar sem engin truflun er, hafa góða lýsingu og hljóð. Best er að hafa ljós framan við þig eða sitja við glugga þannig að birtan sé á andlitið á þér, ekki á hnakkann.
Ef þú átt von á þjálfun og nafn þitt er kallað upp, þá ýtir þú á “raise hand” eða merkið „rétta upp hönd". Það er neðst á zoomstikunni yfir “reactions”.

Lífsþjálfunarfundir eru 60 mínútur.

Vinsamlegast lesið!

Með því að taka þátt í fundum eða horfa á upptökur af þeim samþykkir þú að fara með allt sem fjallað er um sem trúnaðarmál. Fundir og upptökur af þeim eru einkamál og eingöngu ætlaðir aðildarkonum LMLP. Þér er ekki heimilt að deila því sem um var rætt eða deila upptökum af fundum með öðrum.

 

Byrjendafundir 

BYRJENDAFUNDIR -fyrir byrjendur og lengra komnar. 
 
Byrjendafundir eru fyrstu viku mánaðar. Þá er farið yfir hvernig LMLP virkar, hverju mælt er með að leggja áherslu á þegar þú ert að byrja og spurningum svarað í lok fundar. Það er mjög gott fyrir þær sem eru lengra komnar að mæta líka á byrjendafundi, það er ágæt upprifjun og gott að mæta alltaf með hugarfari byrjendans. Þannig færðu sem mest út úr efninu hér og ert því alltaf að læra eitthvað nýtt.

Fyrri hluta fundar er farið yfir hvernig LMLP virkar og síðari hluta er „Allt í boði". Þá er kveikt á myndavélum og hljóði hjá þeim sem það vilja. „Allt í boði", þýðir að þið ráðið og getið óskað eftir lífsþjálfun (án þess að senda inn ósk um þjálfun fyrirfram), spurt spurninga, deilt sigrum, fengið ráð o.m.fl. 

 

Byrjendafundir eru 30-60 mínútur.

Vinnustofur

SPENNANDI VINNUSTOFUR

Á vinnustofum köfum við dýpra ofan í hugtök úr LMLP og/eða nýtt efni kennt. Uppbygging fundanna er þannig að fyrstu 20 mínúturnar er fyrirlestur og seinustu 10 mínúturnar eru til þess að svara spurningum ykkar um efnið.

Slökkt er á myndavélum og hljóði á vinnustofum en þið getið tekið þátt í samræðum í „chattinu", en þið finnið það neðst á zoomstikunni.

Vinnustofur eru 30 mínútur.

VIP fundir

VIP KONUR

Sérstakir VIP fundir eru í hverjum mánuði og eru einungis fyrir þær ykkar sem komnar eru í VIP áfanga. Þú kemst í VIP áfanga frá og með lotu 6 (ef þú greiðir mánaðarlega) eða ef þú ert með staðgreidda ársaðild.
Á VIP fundum köfum við enn dýpra í hugsa-líða-gera hringrásina, eða það sem við köllum H-L-G+ (plús) þar sem þið lærið enn áhrifaríkari leið til að útbúa þá niðurstöðu sem þið viljið í lífi ykkar. Lífsþjálfun er í boði á VIP fundum.
 
Tvisvar á ári (sumar og jól) erum við með skemmtileg VIP kokteilboð á zoom.

VIP fundir eru 60 mínútur.

Senda inn „ósk um þjálfun" 

Smella hér til að horfa á upptökur af fundum. ( Mánaðaraðild)
Smella hér til að horfa á upptökur af fundum. ( Ársaðild )

Algengar spurningar