Markaðs- & þjónustufulltrúi 

 

Starfsheiti: Markaðs- og þjónustufulltrúi, fjarvinnsla. 


Fyrirtæki: LP ráðgjöf // LindaPe.com
Staðsetning: Fjarvinna
Form: Launþegi
Vinnutími: 50-75% starfshlutfall
Heyrir undir: Rekstrarstjóra og eiganda eins og við á.
 
Hver erum við:
Linda Pétursdóttir, er þjóðþekktur íslenskur frumkvöðull, master lífsþjálfi, og fyrrum Miss World, hún er eigandi og forstjóri fyrirtækisins. Fyrirtækið aðstoðar konur að bæta lífsstíl sinn á einn eða annan hátt með áherslu á lífsþjálfunarprógrammið Lífið með Lindu Pé/LMLP og mismunandi heilsunámskeið.

Við vinnum með það að leiðarljósi að hjálpa íslenskum konum að uppfæra hugarfarið, umbreyta sjálfsmynd sinni- og ná árangri. Linda hefur hjálpað þúsundum kvenna sl. áratugi, að bæta heilsuna og ná árangri.

Við erum lítið teymi sem samanstendur af framúrskarandi starfsfólki sem er með það að leiðarljósi að vera fyrirmyndir í því sem við stöndum fyrir, bæði í starfi okkar hjá fyrirtækinu og í lífi okkar. Við höfum ástríðu fyrir starfinu og fyrirtækinu. Við leggjum okkur fram við að fara fram út væntingum, vera skipulögð og lausnamiðuð, og standa fyrir jákvæðri fyrirtækjamenningu.

Tilgangur starfsins:
Markaðs og þjónustufulltrúi mun aðstoða rekstrarstjóra með því að annast ýmis verkefni í fyrirtækinu sem gerir okkur kleift að vaxa en á sama tíma séu gæðastaðlar fyrirtækisins hafðir að leiðarljósi. Viðkomandi mun veita fjölbreyttan stuðning og aðstoð við ýmis verkefni, tæknilega aðstoð, ásamt samskiptum á samfélagsmiðlum og með tölvupósti við viðskiptavini fyrirtækisins, daglegum verkefnum og aðstoð við dagleg/vikuleg/mánaðarleg og tilfallandi verkefni sem þarfnast aðstoðar. Þetta hlutverk er mikilvægt þáttur í daglegum rekstri, styður við vöxt þess og gerir okkur kleift að veita viðskiptavinum okkar fyrsta flokks þjónustu.

Starfslýsing:
Við erum að leita að manneskju til að styðja við dagleg verkefni innan ört vaxandi fyrirtækis. Í þetta hlutverk þarf starfsmann sem á auðvelt með að starfa sjálfstætt, er skipulagður og sýnir fyrirhyggju í starfi. Einnig þarf viðkomandi að vera hugmyndaríkur með gott „auga” þegar kemur að markaðsmálum, skrifa óaðfinnanlega íslensku og geta skrifað vel á ensku. Samskiptafærni er mikilvæg og athygli fyrir smáatriðum í skrifum og framsetningu.
Enn fremur þarf viðkomandi að hafa getu til að vera ekki fastur í boxi og eiga auðvelt með að aðlagast breytingum hratt og örugglega enda er fyrirtækið í örum vexti. Starf þetta hefur möguleika á að stækka meðfram auknum umsvifum fyrirtækis.


Vinnutími og viðvera:
Vinnutími er alla virka daga frá 09.00-13.00, (miðað við 50% starf).
Aukaálag er þegar svokallaðir „Aðgangsgluggar” eru, um það bil fjórum sinnum á ári og ráðstefnur á vegum fyrirtækisins, sem haldnar eru innanlands og erlendis. Sveigjanleiki til að taka á brýnum verkefnum utan hefðbundins vinnutíma ef þörf krefur.

Þú veist að þú ert fullkomin/n fyrir þetta hlutverk ef þú

  • Elskar að vera í stuðningshlutverki, en getur unnið sjálfstætt
  • Skilur hvernig netfyrirtæki virka
  • Hefur áhuga á lífsþjálfunarfræðum og sjálfsvinnu
  • Frumkvæði í starfi og með mikinn vilja til þess að læra
  • Hefur háar kröfur til sjálfs þíns og vinnu þinnar
  • Getur átt áhrifarík samskipti (bein, skemmtileg og fáguð) við mismunandi fólk
  • Hefur gott auga fyrir því sem „lítur vel út"
  • Ert með ríka þjónustulund

Þetta hlutverk passar EKKI ef þú

  • Elskar drama
  • Virðir ekki tímalínur
  • Ert ekki skipulögð/skipulagður
  • Átt erfitt með að vinna í teymi
  • Telur ekki ánægju viðskiptavina og þjónustulund mikilvæga
  • Tekur ekki frumkvæði og átt erfitt með að vinna sjálfstætt
  • Stríðir við rétta málfræði, greinarmerki eða grunnreglur í íslensku tungumáli
  • Ert eða ætlar að vera í eigin atvinnurekstri
       

Ábyrgð:
Neðangreind upptalning er aðeins leiðarvísir og ekki tæmandi starfslýsing en gefur innsýn í þau verkefni sem viðkomandi getur gert ráð fyrir að taka þátt í og vera ábyrgur fyrir.


Samfélagsmiðlar:
30 mín. daglega í samskipti á samfélagsmiðlum. 
Aðstoð við samskipti á samfélagsmiðlum eins og við á.
Aðstoð með uppsetningu og eftirfylgni á póstum í gegnum Business Suite og Manychats.
Tækniaðstoð:
Setja inn vikulega fundi og annað efni á innri vef.
Skrá áminningar og tímasetja fyrir alla fundi mánaðarins í Mailchimp.
Setja upp og tímasetja mánaðarlegt fréttabréf LMLP í Mailchimp.
Setja upp og tímasetja vikulegt Magasín í Mailchimp.
Aðstoð við uppsetningu innri ferla fyrir mismunandi vörur og viðburði. 
Tölvupóstsamskipti/póstlisti:
Setja upp tölvupósta og halda utan um póstlista og vikulegt Magasín.
Senda tilkynningar samkvæmt dagskrá. 
Vefsíðuuppfærslur:
Hlaða upp bloggfærslum.
Uppfæra meðmæli og aðra hluta á vefsíðunni, eins og vörur og verð.
Halda utan um að hlaða Podcasti inn á vefsíðu. 
Endurnýting efnis:
Endurnýta efni fyrir Facebook og Instagram úr vikulegum tölvupóstum, magasíni, podcasti, ræðum, fundum o.fl.
Eftirfylgni viðskiptavina:
Fylgja eftir samskiptum við viðskiptavini sem koma úr mismunandi áttum og skipuleggja eins og við á.
Skipulagning
Halda utan um og uppfæra skipulagningarskjöl, reglulega, eins og við á.
Lykiltölur; Podcast, markaðsefni, annað eins og við á.
Aðstoð við skipulagningu verkefna og tímalínu.
Persónuleg aðstoð:
Styðja forstjóra með smærri persónulegum verkefnum eins og við á.
Skapandi verkefni:
Búa til myndir og grafík fyrir samfélagsmiðla með Canva.
Búa til PDF vinnubækur í Canva.
Annað eins og við á.

Verkfæri:

  • Canva (þekking nauðsynleg)
  • Asana (verkefnastjórnunarkerfi sem unnið er með daglega)
  • Shopify
  • Kajabi (þar sem Prógrammið okkar á heima )
  • Mailchimp
  • Manychats
  • Zapier
  • Business Suite
  • Zoom
  • GSuite


Ekki er krafist að viðkomandi sé sérfræðingur í öllum tækjum og tólum en mikilvægt að viðkomandi hafi kynnt sér þessi tól og treysti sér í að læra á þau. Kennsla og innleiðing verður að sjálfsögðu eins og þurfa þykir í upphafi.

 

Umsóknarfrestur er til og með 12. ágúst 2024.

Sækja um starf