Starfsheiti: Aðstoðarmanneskja framkvæmdastjóra & samfélagsstjóri
Fyrirtæki: LMLP slf.
Staðsetning: Fjarvinna
Launþegi í 100% starfi 
Yfirmaður: Framkvæmdastjóri
 
Um fyrirtækið
LMLP slf. er leiðandi á sviði lífsþjálfunar, menntunar og viðskipta fyrir konur sem vilja umbreyta lífi sínu. Fyrirtækið stendur að LMLP-prógramminu, Lífsþjálfaskólanum og fjölbreyttum vörum og viðburðum.

Eigandi og framkvæmdastjóri er Linda Pétursdóttir – master lífsþjálfi, frumkvöðull og fyrrum Miss World – hún hefur hjálpað þúsundum kvenna að bæta líf sitt og heilsu sl. áratugi.

Við erum samhent og metnaðarfullt teymi sem leggur áherslu á fagmennsku, lausnamiðaða hugsun og jákvæða fyrirtækjamenningu – með það að markmiði að fara fram úr væntingum, bæði samstarfsfólks og viðskiptavina.


Tilgangur starfsins

Við leitum að lausnamiðaðri og skipulagðri manneskju sem sýnir ábyrgð og fagmennsku í starfi.

Starfshlutfall er 100% og felur í sér aðstoð við framkvæmdastjóra í daglegum rekstri og fjölbreyttum verkefnum sem styðja við gæði og vöxt fyrirtækisins. Hlutverkið spannar verkefnastjórnun, samskipti, samfélagsmiðla, skipulagningu funda og ferða, kennslu og lífsþjálfun.

Sem samfélagsstjóri sér viðkomandi um dagleg samskipti við viðskiptavini, nemendur og samfélag fyrirtækisins á öllum vettvöngum, með það að markmiði að styðja við jákvæða upplifun viðskiptavina.


Starfslýsing

Við leitum að skipulagðri og ábyrgri manneskju til að aðstoða framkvæmdastjóra í daglegum verkefnum og halda utan um samskipti og virkni í samfélagi viðskiptavina.

Sem samfélagsstjóri hvetur þú til þátttöku, deilir efni og svarar fyrirspurnum á hlýlegan og faglegan hátt.

Viðkomandi þarf að hafa getu til að vera ekki fastur í boxi og eiga auðvelt með að aðlagast breytingum hratt og örugglega enda er fyrirtækið í örum vexti.


Helstu verkefni

Neðangreind upptalning gefur innsýn í helstu ábyrgðarsvið starfsins en listinn er ekki tæmandi.

1. Umsýsla og skipulag

- Umsjón með öllum teymisfundum
- Verkefnastjórnun
- Skipulag og bókanir fyrir ferðir, fundir og viðburði
- Tölvupóstsamskipti fyrir hönd framkvæmdastjóra 
- Uppfærsla og utanumhald á vefsíðu, sölu- og þjónustusíðum
- Halda utan um lykiltölur og útbúa skýrslur

2. Samskipti, kennsla og samfélag
-Umsjón með samfélagsmiðlum LMLP og Lindu Pé
-Samskipti og tengsl við viðskiptavini, nemendur og samfélag fyrirtækisins
-Umsjón með fréttabréfum, póstlistum og Magasíni
-Kennsla og afleysingar í prógrömmum fyrirtækisins
-Aðstoð við undirbúning og framkvæmd aðgangsglugga, örnámskeiða og viðburða
-Samskipti við samstarfsaðila, tækniaðstoð, kennara og mynd-/hljóðvinnslu

3. Vefur og hlaðvarp
- Halda utan um hlaðvarp (samskipti við klippara, augl., textagerð, hýsing, grafík o.fl.) 
- Hlaða upp bloggfærslum og efni á vefsíðu
- Endurnýting efnis í markaðslegum tilgangi


Vinnutími og viðvera

Virkir dagar mán–fim kl. 09:00–17:00 og föstudagar kl. 09:00–16:00.

Aukaálag í kringum aðgangsglugga (u.þ.b. 4x á ári) og ráðstefnur innanlands/erlendis. Sveigjanleiki við brýn verkefni utan hefðbundins vinnutíma.


Við leitum að einstaklingi sem

- Er útskrifaður lífsþjálfi úr Lífsþjálfaskólanum
- Nýtir lífsþjálfunarfræðin í eigin lífi
- Hefur mjög gott vald á íslensku og ensku, bæði í rituðu og töluðu máli
- Er lausnamiðaður, skipulagður og hefur góða samskiptahæfni
- Getur unnið af öryggi í sveigjanlegu og síbreytilegu vinnuumhverfi
- Á auðvelt með að byggja tengsl og styðja við samfélag viðskiptavina
- Hefur brennandi áhuga á að styðja vöxt annarra og vera hluti af stærri sýn
- Er ekki í eigin atvinnurekstri


Verkfæri

  • Asana (verkefnastjórnunarkerfi sem unnið er með daglega)
  • Business Suite
  • Canva
  • GSuite
  • Kajabi
  • Mailchimp
  • Manychats
  • Samfélagsmiðlar
  • Shopify
  • Zapier
  • Zoom


Ekki er krafist að viðkomandi sé sérfræðingur í öllum tækjum og tólum, en mikilvægt er að hafa kynnt sér þessi tól og treysta sér í að læra á þau. Kennsla og innleiðing fylgir í upphafi starfs.

 

Umsókn

Umsóknarfrestur er til og með 1. júlí 2025.

Sendu inn umsókn með því að smella hér