Fréttabréf mánaðarins
Í lok hvers mánaðar sendi ég ykkur fréttabréf næsta mánaðar og þá daga sem fundur er sendi ég áminningu samdægurs nema þegar fundur er snemma dags kemur áminning degi fyrr. Þetta er fréttabréf næsta mánaðar og eins og alltaf í okkar dásamlega samfélagi er margt spennandi á boðstólum í upphafi ársins 2026.
Að bæta alltaf við árangurinn
Árangurskóðinn
Kæra LMLP kona,
Gleðilegt nýtt ár 2026 og innilegar þakkir fyrir samfylgdina 2025.
Janúar er fullkominn tími til að kveðja það gamla og taka á móti því nýja. Við erum allar færar um að auka við árangur okkar og skapa það líf sem er í takti við okkar stærstu drauma.
Lífið er í stöðugri þróun og ef við stöldrum ekki við og setjum fókus á þann árangur sem við viljum ná líður það hratt hjá og við festumst mynstri sem þjónar okkur ekki lengur. Mér finnst mikilvægt að auka stöðugt við þann árangur sem ég hef þegar náð, það þarf ekki alltaf að vera stórt eða mikið en að við vöxum hver og ein og festumst ekki í gömlu mynstri - mynstri sem hefur janvel tafið okkur við að byggja upp nýja útgáfu af sjálfum okkur sem styður við drauma okkar og þrár.
Nú þegar þetta ár sem senn tekur enda vil ég nýta tækifærið og þakka þér
-
Takk fyrir að leggja hart að þér og trúa á sjálfa þig
-
Takk fyrir að mæta, sýna viðkvæmni og treysta mér til að leiðbeina þér
-
Takk fyrir að nýta þau tæki og aðferðir sem LMLP prógrammið býður upp á til að bæta líf þitt
-
Takk fyrir að vera fyrirmynd í þeirri vinnu sem þessi vegferð krefst
Það er aðeins lítið hlutfall fólks sem vinnur markvisst að því að sinna sjálfsvinnu og móta líf sitt meðvitað og vísvitandi. Þið LMLP konur tilheyrið þessum litla en áhrifaríka hópi sem hefur kjark og þor til þess að fara lengra og dýpra en flestir. Þið eruð magnaðar hver - og ein og mér þykir vænt um ykkur.
Á nýju ári mun ég leggja áherslu á árangur, ég mun kenna ykkur tæki og tól til þess að auka enn frekar árangur ykkar, þannig að þið megið blómstra sem aldrei fyrr.
Ég hef hannað og sett saman spennandi dagskrá fyrir fyrsta mánuð ársins, langt umfram það sem innifalið er í LMLP prógramminu, einfaldlega vegna þess að mig langar alltaf að fara fram úr væntingum ykkar,
Brettum upp ermar og leggjum saman af stað inn í glænýjan og spennandi kafla lífs okkar. Látum verkin tala.
Hlý kveðja.
Ykkar,

Linda Pétursdóttir
Eigandi og framkvæmdastjóri LMLP slf.
Master lífsþjálfi
B.A í heimspeki, hagfræði og stjórnmálafræði
Miss World 1988
P.s. Það er opið fyrir skráningu á Framúrskarandi ráðstefnuna 2026, sem fram fer í Madrid á Spáni dagana 30.04 - 03.05.2026. Ef þú vilt tryggja þér pláss getur þú skráð þig hér.
Dagskrá janúar
Sunnudagur 4. janúar kl. 11:00
Vinnustofa - Orð & Markmið ársins
Árangurskóðinn - Lífsþjálfun með Lindu.
Opið fyrir alla!
Miðvikudagur 7. janúar kl. 12:00
Fimmtudagur 8. janúar kl. 12:00
Föstudagur 9. janúar kl. 12.00
Laugardagur 10. janúar kl. 12.00
Sunnudagur 11. janúar kl. 12.00
Mánudagur 12. janúar kl. 18:00
Fókus & framkvæmd
Miðvikudagur 14. janúar kl. 17:00
Byrjendafundur
Mánudagur 19. janúar kl. 18:00
Spurningar & svör
Miðvikudagur 21. janúar kl. 17:00
VIP Demantafundur
Miðvikudagur 28. janúar kl. 17:00
VIP fundur
4 fundir á mánuði* eru innifaldar í áskrift, þar af 1 VIP fundur.
*fyrir utan júlí og desember vegna sumar- og jólafrís starfsmanna
Vinnustofa mánaðarins
Orð & Markmið ársins
Við byrjum árið með kraftmikilli vinnustofu sem þó er orðin að árlegri hefð hjá okkur í LMLP prógramminu, Orð & markmið ársins. Við hvetjum ykkur allar til að mæta búnar blaði og penna og tilbúnar til að gera vinnuna. Í lok vinnustofu mun Linda bjóða upp á lífsþjálfun.
Ekki láta þig vanta á fyrstu vinnustofu ársins, 4. janúar kl. 11:00 og það mun fylgja vinnustofunni falleg vinnubók.
Sunnudaginn. 4. jan. kl. 11:00
Framúrskarandi 2026 í Madrid
Það styttist heldur betur í Framúrskarandi ráðstefnuna okkar sem að þessu sinni verður haldin í Madrid, ef þú ert enn að hugsa þig um er tilvalið að gefa þér nýársgjöf og skrá þig í ferðina. Þó ráðstefnan sé með breyttu sniði, þannig að þið þurfið sjálfar að sjá um að bóka flug og hótel verður hún engu minna glæsileg. Hér er hlekkur á upplýsingar & skráningu Framúrskarandi 2026
Demantafundur
Nýjung!
Það er komið að fyrsta Demantafundinum hjá okkur, þetta er nýjung fyrir þær sem komnar eru í VIP-Demantinn (frá 13. mánuði). Við köfum dýpra, allt er í boði, lífsþjálfun, spurningar & svör eða sá stuðningur sem „demantar" þurfa á að halda. Taktu frá 21. janúar kl. 17:00
Miðvikudaginn. 21. jan. kl. 17:00
Í febrúar förum við af stað með nýjan hóp í Lífsþjálfaskólanum, hvers skyldi trúa að við erum að fara af stað í 3ja skipti og eftirvæntingin sjaldan verið meiri. Nemendur sem eru að ljúka eða hafa þegar lokið námi í Lífsþjálfskólanum eru á einum rómi um að þeir vilji helst ekki að náminu ljúki því það að hittast og gera vinnuna er orðinn svo stór partur af hverjum og einum nemanda, engin smá meðmæli það!. Ef þér finnst að búi í þér Lífsþjálfi, ekki hika við að smella hér til að kynna þér námið og skrá þig, þú munt ekki sjá á eftir því. Við byrjum miðvikudaginn 11. febrúar 2026 og námi lýkur með útskrift miðvikudaginn 16. Júní.
Árangurskóðinn er verkfæri sem Linda mun kenna ykkur á Lífsþjálfunarfundi 7. janúar. Hún mun fara yfir hvernig árangurskóðinn virkar og hvernig þið getið nýtt ykkur hann til enn frekari vaxtar. Þessi fundur verður opinn fyrir alla þá sem vilja svo bjóddu endilega vinkonu að taka þátt með þér 7. janúar kl. 12:00 og farið af krafti inn í nýtt ár 2026.
Við byrjum miðvikudaginn 7. janúar til og með sunnudeginum 11. janúar, hittumst alla daga í hádeginu kl.12.00. Linda kennir aðeins í byrjun og svo verður lífsþjálfun í boði.
Samfélagið er nýjung sem við kynntum og settum í loftið í lok nóvember mánaðar og ef þú ert ekki þegar komin inní Samfélagið hvetjum við þig til að koma þangað og taka þátt. Samfélagið tók við af privat facebook grúppunni okkar og er virkt svæði fyrir ykkur til að eiga samskipti, fylgjast með hvað er í brennidepli hverju sinni auk þess sem þarna eru ýmsar upplýsingar svo sem um fundi og annað sem tengist LMLP prógramminu. Við erum mjög stoltar af þessari breytingu, það er allt aðgengilegra, nánara og með þessu gætum við enn betur að vernd ykkar sem eruð í LMLP prógramminu.
Við erum með fjölmargar skemmtilegar vörur fyrir LMLP konuna - vörur sem styðja við LMLP vinnuna, bæta svefninn og gera útivist og hreyfingu enn skemmtilegri.
Smelltu hér til að panta LMLP vörurnar þínar.
Stöldrum við
í upphafi árs
Að gefa sér tíma til að staldra við, skrifa í dagbókina, draga Lífsspil og hlúa að því sem nærir okkur, skapar betri og árangursríkari daga.
Dragðu Lífssspil & skrifaðu um það í LMLP dagbókina þína daglega!