Book a Class

Fréttabréf mánaðarins

 

Í lok hvers mánaðar sendi ég ykkur fréttabréf næsta mánaðar og þá daga sem fundur er sendi ég áminningu samdægurs nema þegar fundur er snemma dags kemur áminning degi fyrr. Þetta er fréttabréf næsta mánaðar og eins og alltaf í okkar dásamlega samfélagi er margt spennandi á boðstólum.

LMLP kona,

 

Þegar fréttabréfið mánaðarins berst þér er ég full tilhlökkunar fyrir efni nóvember mánaðar og þess sem framundan er, ekki síst fyrir það að seinni hlutann í október fann ég og festi stað fyrir Framúrskarandi ráðstefnuna 2026. Ég hreinlega ræð mér ekki fyrir spenningi á sama tíma og ég vil kúpla mig frá ys og þys hversdagsins, slaka betur á og njóta - en stelpur við erum að fara til Madrid!

Framúrskarandi konan 2026 verður haldin í Madrid, 30.04 - 03.05.2026, taktu tímann frá í dagatalinu þínu - og leyfðu þér að hlakka til. Aldrei fyrr hafa jafn margar skráð sig á fyrsta sólarhringnum frá því við opnuðum fyrir skráningar. Það er augljóslega mikil spenna og tilhlökkun hjá ykkur fyrir ráðstefnu LMLP kvenna. Ég skil það vel og er sjálf farin að hlakka til. 

 

Október mánuður var heldur betur fullur af nýjungum sem þið vonandi eruð jafn ánægðar með og við í teyminu mínu. Við fókuseruðum á að leyfa okkur að skína, við unnum með það efni í vinnustofum mánaðarins sem þið voruð meiri þátttakendur í en áður með tilkomu verklegrar vinnustofu sem var ein af nýjungunum og þið stóðuð ykkur svo vel og studduð hver við aðra sem er það dásamlega við samélagið okkar.

 

Í nóvember langar mig að kúpla mig betur frá ys og þys hversdagsins, ég ætla að slaka meira á og njóta hvers dags enn betur en ég hef áður gert þó mánuðurinn sé uppfullur af spennandi dagskrá, vetrargleði og fleiru sem ég mun segja ykkur meira frá neðar í fréttabréfinu.
Ég vil endilega fá ykkur með mér í einskonar ferðalag þar sem við njótum enn betur en áður og mun ég fókusera á það í mánuðinum, meðal annars mun ég kenna ykkur þindaröndun, eitt af ráðum mínum til að slaka betur á.

 

Auk þess sem að framan er talið er dagskrá nóvember mánaðar full af spennandi efni eins og alltaf, við munum starta dagskránni með vinnustofu mánaðarins sem að þessu sinni verður bæði kennsla og þjálfun í beinni. Þorbjörg mun koma til okkar og sitja fyrir svörum um allt sem þú vilt vita um heilsuna. Lífsþjálfun, VIP fundur og 12 vikna planið verður allt á sínum stað auk þess sem ég býð ykkur sem komnar eru í VIP á Vetrargleði í lok mánaðarins.


Í hádeginu í dag föstudaginn 31. október verð ég „Live" í Fbgrúppunni okkar kl.12.00. Komdu endilega og fylgstu með.


Skráðu þig endilega sem fyrst á Vetrargleðina því það er allt að verða uppbókaðskrá mig og ef þú vilt uppfæra þig í VIP og koma á Vetrargleðina, smelltu þá hér: uppfæra í VIP.

Láttu þig hlakka til mánaðarins og gefðu þér þá gjöf að slaka á og njóta.

 

Að lokum, vil ég hvetja þig til að hlúa að sjálfri þér og fara inn í mánuðinn skínandi sem aldrei fyrr

Með því að hlúa að sjálfri þér, lifa án niðurrifs og afsakana eru þér allir vegir færir til að skína og verða ómótstæðileg.

 

Tökum allar þátt í spennandi nóvember!

 



Hlý kveðja.
Ykkar, 

Linda Pétursdóttir

Eigandi og framkvæmdastjóri LMLP slf.
Master lífsþjálfi
B.A í heimspeki, hagfræði og stjórnmálafræði
Miss World 1988

P.s. Nú höfum við opnað fyrir skráningu á Framúrskarandi ráðstefnuna 2026, sem fram fer í Madrid á Spáni dagana 30.04 - 03.05.2026. Ef þú vilt tryggja þér pláss getur þú skráð þig hér.
 

Dagskrá nóvember

 

Miðvikud. 5. nóv. kl. 17:00
Vinnustofa: kennsla & þjálfun

 

Mánud. 10. nóv. kl. 19:00
Spurningar & svör

 

Sunnud. 16. nóv. kl. 11:00
Lífsþjálfun

 

Miðvikud. 19. nóv. kl. 17:00
VIP fundur

 

Aukalega:

Fimmtud. 27. nóv. kl. 18:00
Nýjung - 12 vikna planið

 

Laugard. 29. nóv. kl. 10:00-12:00
VIP Vetrargleði

 

 

4 fundir á mánuði* eru innifaldar í áskrift, þar af 1 VIP fundur.
*fyrir utan júlí og desember vegna sumar- og jólafrís starfsmanna

 

Vinnustofa mánaðarins

BAKTAL og kjaftagangur

 

Vinnustofa mánaðarins verður enn með nýju sniði því Linda mun byrja á kennslu og svo tekur við þjálfun í beinni útsendingu þar sem umræðuefnið er eitthvað sem við höfum allar upplifað og fæstum finnst skemmtilegt, Baktal og kjaftagangur.

Láttu þig ekki vanta á vinnustofu mánaðarins og taktu tímann frá.

 

Miðvikud. 5. nóv. kl. 17:00

Vetrargleði

Brunch - allt að fyllast!

 

Í ár býð ég ykkur í brunch með jólaívafi, á æðislegan nýjan stað sem heitir Brasa og mun opna í Turninum við Smáratorg nú í nóvember. Við verðum því á splunkunýjum og glæsilegum stað!

MUNIÐ! Þið verðið að skrá ykkur á Vetrargleðina (sem er fyrir allar sem komnar eru í VIP-Platinum, Demant & Drottningu.

Ath! Það er allt að verða uppsbókað svo hafið hraðar hendur og skráið ykkur hér
Ef þú vilt uppfæra í ársaðild/VIP, skráðu þig hér

Vetrargleðin verður á Brasa: Laugardaginn 29. nóv. kl. 10:00 - 12:00.

 

Viðskipti

Að koma sér á framfæri


Á fundum koma reglulega upp umræður og óskir um einhverskonar efni/þjálfun tengt viðskiptum, eigin rekstri kringum áhugamál, fyrirtæki eða einyrkjastörf, því að koma sér á framfæri og allskonar hugrenningar. Gaman er að sjá hvað margar konur hér hafa áhuga á allskonar „bíssness" málum og því spurðum við ykkur á Facebook síðunni okkar hvort þið hefðuð áhuga á slíku efni.

Eins og alltaf voru viðbrögð ykkar heldur betur góð svo nú er bara að bretta upp ermar og fara í hugmyndavinnu varðandi efni handa ykkur, svo látið ykkur hlakka til þeirrar nýjungar og viðbótar á komandi ári.

Linda hefur yfir 30 ára reynslu í viðskiptum þannig að þið komið ekki að tómum kofanum hjá henni í þeim málum. 
Myndin af henni er frá því hún hélt fyrirlestur í viðskiptafræðideild Háskóla Íslands.

En þangað til mælum við með því að þið hlustið á Podcast þátt nr. 140, Farðu á eftir draumum þínum
 

Framúrskarandi 2026

Við förum til Madrid

 

Láttu þig hlakka til, við munum halda Framúrskarandi ráðstefnuna 2026 í Madrid á Spáni, þar sem ég held nú mitt annað heimili og er heimaborg kærasta míns. Við erum ótrúlega spennt að bjóða ykkur að njóta glæsileikans og fegurðarinnar sem Madrid býr yfir.

 

Ég hef oft talað um að festast ekki í sama/gamla farinu og því verður Framúrskarandi ráðstefnan 2026 heldur frjálsari en áður þar sem gestir ráðstefnunnar sjá sjálfir um flugið sitt og gistingu. Ráðstefnan stendur frá fimmtudegi til sunnudags. 

 

LMLP konur hafa sagt að upplifun þeirra af ráðstefnunni hafi verið umbreytandi, hvernig þær sjá sig, líf sitt og framtíð. Þær segjast fara heim enn spenntari fyrir lífi sínu og möguleikum.

 

Þó Framúrskarandi konan 2026 verði með öðru og frjálsara sniði en áður verður glæsileikinn engu minni, hótelið og umgjörð ráðstefnunnar mun skapa upplifun sem þú býrð að alla tíð.

Skráning á Framúrskarandi 2026

Frá ys og þys

í þindaröndun

 

Í nóvember mánuði ætla ég að leggja áherslu á meiri rólegheit og að njóta betur hvers dags. Það er svo mikilvægt að komast frá ys og þys hversdagsins, yfir í aukna ró svo við fáum notið þess að hlúa að sjálfum okkur. 

Að gefa sér tíma til að staldra við, skrifa í dagbókina, draga Lífsspil og hlúa að því sem nærir okkur, skapar betri og árangursríkari daga. Mig langar að deila með ykkur einu af ráðum mínum sem getur stutt við ykkur og veitt aukna ró.

Þindaröndun
Hvernig á að æfa þindaröndun

  1. Settu þig í þægilega stöðu, sitjandi eða liggjandi.

     
  2. Leggðu aðra höndina á kviðinn og hina á brjóstið til að

    finna hreyfinguna.

     
  3. Andaðu hægt inn um nefið í 4–5 sekúndur og finndu hvernig kviðurinn þenst út, á meðan höndin á brjóstinu hreyfist lítið. Markmiðið er að kviðurinn rísi eins og hann sé að fyllast af lofti.

     
  4. Haltu andanum í 1–2 sekúndur ef þér líður vel.

     
  5. Andaðu hægt út um munninn í 6–7 sekúndur, dragðu mjúklega saman kviðvöðvana til að hjálpa loftinu út. Finndu hvernig höndin á kviðnum lækkar.

     
  6. Endurtaktu ferlið og finndu rólegt, jafnt flæði sem hentar

    þér vel.

     

Markmiðið er að útöndunin sé lengri en innöndunin, þar sem það virkjar sefkerfið (parasympatíska taugakerfið) og stuðlar að djúpri ró.

Byrjaðu á 1–2 mínútum í senn, nokkrum sinnum á dag, og auktu síðan tímann smám saman upp í 5–10 mínútur, sérstaklega fyrir svefn eða þegar þú finnur fyrir streitu.

 

Ávinningur

  • Dregur úr streitu og kvíða: Virkjar sefkerfi taugakerfisins og stuðlar að slökun.

  • Bætir súrefnisflæði: Hreinsar lungun betur og eykur súrefnismagn í blóðinu.

  • Lækkar hjartslátt og blóðþrýsting: Hjálpar líkamanum að jafna starfsemi sína.

  • Minnkar vöðvaspennu: Með því að stuðla að slökun dregur hún úr spennu í líkamanum.

Fréttabréf á innri vef

Nýjung!

 

Framvegis verður Fréttabréf mánaðarins aðgengilegt á innri vefnum, nýjung sem vonandi nýtist ykkur vel. Þið finnið fréttabréf mánaðarins undir lotunni "Fundir" og núverandi mánuður.  

Örfundur

Einka stuðningur við þig

 

Ertu ný í LMLP prógramminu og finnst þú ekki alveg ná tökum á efninu, veist ekki alveg hvernig á að gera þetta eða finnst þér þú upplifa yfirþyrmingu?  


Pantaðu örfund, við bjóðum öllum upp á að panta örfund með starfsmanni úr LMLP teyminu, örfundur er um 15 mínútna fundur sem fram fer á Zoom og er ykkur að kostnaðarlausu. Við hvetjum sérstaklega allar nýjar til að koma á örfund, spyrja spurninga, sækja ráð eða svör við þeim spurningum sem á ykkur brenna.

LMLP teymið deilir ýmsum upplýsingum í Facebook grúppunni auk þess sem við gerum okkar besta til að svara því sem spurt er um. Við erum þó ótrúlega heppnar með ykkur, því þið eruð sjálfar svo duglegar að deila hver með annarri góðum ráðum, hvatningu og skemmtilegheitum - höldum því endilega áfram því þannig verður samfélagið lifandi og skemmtilegt - sækja um aðgang að Facebook grúppunni

 

Smelltu hér til að bóka Örfund með starfsmanni LMLP teymisins

Við erum með fjölmargar skemmtilegar vörur fyrir LMLP konuna - vörur sem styðja við LMLP vinnuna, bæta svefninn og gera útivist og hreyfingu enn skemmtilegri.
Smelltu hér til að panta LMLP vörurnar þínar.

Gerðu haustið framundan að þínu besta hausti með daglegum dagbókarskrifum!

Smella hér til að panta LMLP dagbók

Dragðu spil & skrifaðu um það í dagókina þína daglega!

Smella hér til að panta Lífsspilin

Rafrænt dagatal

Nú bjóðum við uppá þá nýjung að setja dagskrá mánaðarins, mánuð fram í tímann, beint inn í rafræna dagatalið þitt. Það er einfalt, þú velur það rafræna dagatal sem þú notar með því að smella á það hér að neðan og þá fara fundirnir sjálfkrafa inn á dagatalið þitt í tækinu þínu. Með von um að þessi nýjung nýtist ykkur vel.


SMELLA HÉR FYRIR RAFRÆNT DAGATAL

 

Smelltu hér til að hlaða dagskrá mánaðarins niður í tækið þitt og prenta ef þú vilt.